Jákvæðar fréttir af loðnu

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar ársins 2022 fyrir loðnu í Grænlandshafi og íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir upphafskvóta upp á 400.000 tonn. Sindri Viðarsson sviðstjóri uppsjávarsvið hjá Vinnslustöðinni segir að þessa ráðgjöf þurfi væntanlega að staðfesta næsta haust en útlitið sé allavegana mun betra en síðustu ár sem sé gleðilegt. Þetta eru ekki einu jákvæðu fréttirnar af loðnu þessa dagana því jákvæðar fréttir bárust í síðasta mánuði af rannsóknarleiðangri grænlenska skipsins Polar Amaroq sem gaf vísbendingar um að loðna virðist vera að ganga upp að landinu í verulegu magni í takt við haustmælinguna 2019 sem gefi góð fyrirheit fyrir loðnuvertíð 2021.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.