„Staðan í stjórnmálunum í dag er jákvæð að mörgu leiti. Það er jákvætt að þjóðin hafi fengið valdið til sín og fái að kjósa um hvernig við högum okkar málum næsta kjörtímabilið,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um stöðuna.
„Miklir umrótatímar hafa verið á Íslandi um langt skeið. Fyrst eftirmálar banka hrunsins þar sem mikil endurnýjun var á Alþingi, nýir flokkar og stjórnfestan ekki mikil, örar kosningar. Í þessu ástandi var fráfarandi ríkisstjórn mynduð, ná ró aftur í íslensk stjórnmál og tryggja að stjórnfestu.
Það tókst og hefur tekist að klára mörg mikilvæg og stór mál sem hafði lengi verið gerð atlaga að án árangurs. Má þar nefna rammaáætlun og nýtt örorkufrumvarp sem bæði höfðu verið í um áratug í vinnslu. Undanfarin ár hefur ríkisstjórnin svo þurft að takast á við fall flugfélagsins WOWair, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og miklar náttúruhamfarir í Grindavík ásamt óveðrum og skriðuföllum víða um land.
Mikil tímamót eru því núna þegar þessum málum er lokið og staðan almennt nokkuð góð á Íslandi. Áskoranirnar eru miklar fyrir framan okkur samt sem áður. Vextir og verðbólga, innviðaskuld í samgöngum, húsnæði og orkumannvirkjum, fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar og passa landamærin svo nokkur dæmi séu nefnd. Kosningarnar nú snúast því um hvort við viljum leysa þetta með öflugri borgaralegri ríkisstjórn eða fjölflokka vinstristjórn. Viljum við aukna verðmætasköpun þar sem við treystum einstaklingnum til að skapa verðmætin í góðu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og að fjármunir ríkissjóð verði nýttir af skynsemi. Þannig að við getum tryggt velferð fjölskyldunnar og allra kynslóða. Eða viljum við auknar álögur í gegnum skattheimtu og forsjárhyggju löggjöf þar sem ríkisbáknið verður þanið út og þrótturinn dreginn úr atvinnulífinu. Það er langt síðan kosningar hafa snúist um svo skýra valkosti við stjórn landsins. Það er jákvætt að við höfum raunverulegt pólitískt val nú,“ segir Vilhjálmur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst