Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu
19. desember, 2025

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er efnismikið og telur alls 56 blaðsíður.

Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum við höfnina í Vestmannaeyjum. Þar á meðal er stytting Hörgaeyrargarðs, lenging Nausthamars og undirbúningur nýrrar ferjubryggju og ekjubrúar fyrir Herjólf.

Menntamál eru einnig í brennidepli í blaðinu. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi verk- og iðnmenntunar. Í ítarlegri umfjöllun er fjallað um öflugt samstarf skólans við atvinnulífið, raunveruleg verkefni nemenda og hvernig verkmenntun í Eyjum hefur orðið fyrirmynd á landsvísu.

Í mannlífs- og menningarhluta blaðsins er meðal annars viðtal við Margréti Steinunni Jónsdóttur, formann Leikfélags Vestmannaeyja, sem ræðir ástríðu sína fyrir leiklist, starfsemi félagsins og framtíðaráform. Þá er fjallað um afhendingu listaverka hins látna prófessors Rupert Charles Loucks til Safnahússins í Vestmannaeyjum – saga sem ber vitni um djúp tengsl erlends listunnanda við Ísland, Eyjar og íslenska menningu.

Í blaðinu er einnig viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Jóhannes Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjón, þar sem hann ræðir fyrst og fremst umbrotatíma í starfi sínu hjá ÍBV, hlutverk sitt innan félagsins og þær breytingar sem hafa átt sér stað í kringum íþróttastarfið. Jafnframt fer Jóhannes yfir lífshlaup sitt, bakgrunninn og reynsluna úr störfum hjá lögreglunni, sem hefur mótað sýn hans á leiðtogahlutverk, ábyrgð og samfélagsþjónustu.

Í íþrótta- og viðtalshluta blaðsins er einnig ítarlegt viðtal við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands og einn þekktasta Eyjamann á alþjóðlegum vettvangi. Þar ræðir Heimir meðal annars um þjálfarastarfið með írska landsliðinu, lífið erlendis, leiðtogahlutverkið og þá reynslu sem hann hefur safnað á löngum ferli í knattspyrnu. Viðtalið er bæði persónulegt og fróðlegt og gefur góða innsýn í hugmyndafræði hans, vinnubrögð og tengsl hans við Eyjar þrátt fyrir annríkt starf á erlendum vettvangi.

Jólablærinn er sterkur í blaðinu og þar er meðal annars sagt frá Jólahúsi ársins 2025, þar sem heimilið að Búhamri 64 hlaut viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu. Þá er sérstök barnasíða þar sem nokkur Eyjabörn segja frá jólunum, óskum sínum og því sem þeim þykir skemmtilegast við hátíðina.

Þá ræðir Guðni Einarsson við þau Helgu Jónsdóttur og Arnór Hermannsson, listahjón sem hafa í áratugi sett sterkan svip á menningarlíf Eyjanna með tónlist, myndlist og bakstri. Rakin er lífssaga þeirra, listferill og sameiginleg leið í gegnum lífið – allt frá unglingsárum til dagsins í dag.

Af samfélagsmálum má einnig nefna ítarlega grein um Hollvinasamtök Hraunbúða, þar sem fjallað er um starfsemi samtakanna, sjálfboðavinnu, stuðning samfélagsins og mikilvægi þess að skapa gleði og góðar minningar fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu.

Auk þessa er blaðið prýtt fjölmörgum jólakveðjum, auglýsingum, bókakynningum og myndum sem endurspegla hátíðarstemningu bæjarins þegar árið er að renna sitt skeið.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eyjafréttum hér á vefnum, en blaðið fæst einnig í lausasölu í Tvistinum og á Kletti. Áskrifendur geta nálgast vefútgáfuna hér. Ef þú vilt gerast áskrifandi þá er þetta síðan sem þú getur með auðveldum hætti náð þér í blaðið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.