Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land.  JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024,  sem  eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum.

Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í Eyjum 1975-1991. Grein Ívars Atlasonar um Sundlaugina í Miðhúsatúni 1934-1973 og viðtal hans við Vigni Guðnason fyrrv. forstöðumanns Sundlaugarinnar og  Íþróttamiðstöðvarinnar.  Viðtal Helga Ólafssonar, stórmeistara við Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamann, besta knattspyrnumanns Íslands frá upphafi.

Ítarleg samantekt  Ómars Garðarssonar blaðamanns um Þingholtsfólkið og húsið Þingholt í flokknum Hús og fólk.  Helgi Bernódusson er með  fróðlega samantekt  um  stofnun og starfsemi KFUM&K  í Eyjum, en nú  eru liðin 100 ár frá stofnun þeirra.  Ásmundur Friðriksson  ræðir við Ingu Traustadóttir frá Hjarðarholti um  fjölskylduna, lífið og tilveruna. Viðtal Sigurðar Snæ Sigurðssonar við Ástu Arnmundsdóttir um frumkvöðvastarf og  starfsemi  skóladagheimilis í húsnæði SDA við Brekastíg 1983-1990   Loks  Þátturinn Látnir kvaddir  um fólk  sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma  á lífsleiðinni og látist hefur á árinu.

Jólablað Fylkis 2025  verður  aðgengilegt í pdf formi  á eyjafrettir.is  til loka janúar 2026. Hægt er að kaupa JólaFylki í lausasölu á Kletti eins og undanfarin ár.  Uppsetning og umbrot JólaFylkis var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar  og prentvinnsla hjá Landsprent. Ritstjóri jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson og ábm. er Eyþór Harðarson.

Hér má lesa blaðið.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.