Hið árlega jólasundmót GRV var haldið í morgun. Á mótinu kepptu nemendur úr 5. og 6. bekk. Á vef Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að mótið hafi gengið vel og að keppni milli nemenda hafi verið óvenju hörð. Sigurverarar í boðsundi voru 5. SHG og 6. JA.