Jólasveinaklúbbur og Birgitta Haukdal á Bókasafninu
Birgitta Samsett 25
Barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal kemur í heimsókn á Bókasafnið. Samsett mynd.

Frá og með morgundeginum og fram að jólum verður sannkölluð jólastemning á Bókasafni Vestmannaeyja. Börnum gefst tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum Jólasveinaklúbbi þar sem lestur og leikur fara saman. Að auki er barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal, væntanleg í heimsókn á safnið til að lesa, syngja og skapa notalega stund með krökkunum.

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um bæði Jólasveinaklúbbinn og heimsókn Birgittu til Eyja.

Jólasveinaklúbbur 2025

Frá 22. nóvember til 20. desember geta öll börn gengið í Jólasveinaklúbb Bókasafns Vestmannaeyja. Þátttakendur velja sér bók/bækur á Bókasafninu og lesa að minnsta kosti í 10 skipti, að lágmarki 15 mínútur í hvert sinn. Fyrir yngri börnin mega foreldrar lesa bækurnar.

Öll börn í Vestmannaeyjum eru með frían aðgang að Bókasafninu. Öll fá „lestrarhest“ við skráningu í klúbbinn sem fylltur er út og skilað inn á safnið 20. desember, en þann dag er öllum börnum boðið á jólaskemmtun! (Nánar auglýst síðar).

Birgitta Haukdal á Bókasafninu

Barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal kemur í heimsókn á Bókasafnið! Á morgun, laugardag kl. 12:30 mun Birgitta mun lesa upp úr nýjustu Láru bókinni sinni og mun syngja með börnunum.

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.