Það er óhætt að segja að síðasta árið eða svo, hafi verið mikil rússíbanareið hjá Guðbjörgu Erlu Ragnarsdóttur. Eftir áralanga baráttu við krabbamein, lést eiginmaður hennar, Jón Björn Marteinsson eða Jónbi eins og hann var alltaf kallaður, 14. mars síðastliðinn. Þau höfðu gengið í hjónaband árið áður og horfðu björtum augum til framtíðar, þrátt fyrir veikindi Jónba en Guðbjörg Erla og móðir hennar, Unnur Guðgeirsdóttir, deila reynslu sinni með lesendum vikublaðsins Eyjafrétta sem kom út í vikunni.