Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu.
Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli ára. Þar að auki með ríflega tvö þúsund fleiri farþega en þegar mest hefur verið í júnímánuði en metið var síðast slegið árið 2022. Að sama skapi hafa flutningar á bílum aldrei verið meiri en fylgifiskur þess er sá hvimleiði vandi að biðlistum fjölgar í ferðirnar.
„Til að mæta því vandamáli fjölgum við nú ferðum yfir mesta háannatímann, eins og gert var í fyrra. Nú eru sigldar átta ferðir á dag til 10. ágúst og viljum við vekja athygli á breyttri áætlun vegna þess. Við viljum leggja okkur fram um að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þjónusta samfélagið sem allra best,“ segir Ólafur Jóhann að lokum og stígur út af ritstjórnarskrifstofunni á þessum bjarta morgni og heldur glaður út í norðankaldann eftir skemmtilegt spjall.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.