Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári.
Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo
báta frá 1961 til 2005 þegar Léttir var tekinn upp. Umsvif hafnarinnar hafa aldrei verið meiri, og stór verkefni framundan.
Starfsmenn hafnarinnar hafa greint þörfina fyrir kaupum á litlum dráttarbát sem myndi geta sinnt eftirfarandi verkefnum:
Ný verkefni
• Aðstoða fraktskip í vondu veðri þegar þörf er á tveimur bátum.
• Aðstoða skip sem eru borðhá, þar sem oft þarf tvo báta.
• Vinnubátur við ýmis störf innan hafnar.
• Þjónusta t.d. í Viðlagafjöru, við lagningu rafstrengja og vatnslagnar.
• Brúa bil ef Lóðsinn verður leigður út í dráttarverkefni.
• Aðstoða skip þegar Lóðsinn er í slipp.
Tilfærsla frá Lóðs yfir á sparneytnari bát
• Sækja og skutla hafsögumanni.
• Dýptarmælingar.
Eftir töluverða leit hefur fundist einn bátur af tegundinni StanTug 1205, smíðaður af Damen árið 2010. Hann hefur 9 tonna dráttargetu, með tvær skrúfur, sem er talið nauðsynlegt til að hægt sé að hafa betri stjórn við erfiðar aðstæður. Báturinn er 13 metra langur og 5,3 metrar á breidd. Framleiðslu á þessari stærð hefur verið hætt sem skýrir skort á framboði. Báturinn er í ákveðnum ,,klassa“, sem gerir hann að góðri söluvöru og mikilvægt er að halda honum við í ,,klassa” til að viðhalda verðmæti.
Einnig kemur fram í samantektinni að uppsett verð á bátnum sé um 135 milljónir. Þá segir að áætlaðar tekjur á Létti (eins og báturinn er kallaður í minnisblaðinu) sé 1.600.000. Rekstarhagræðing á Lóðsinum hljóðar upp á 5.451.169. Rekstarkostnaður við Létti 2.160.918 (það eru tvær millj. í fjáhagsáætlun). Hagræðing 4.890.250 á ári.
Í afgreiðslu bæjarráðs segir: Bæjarráð skilur þörfina fyrir nýjum þjónustubáti og óskar eftir ítarlegri gögnum um ástand bátsins sem verið er að horfa til.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.