Goslokahátíðin 2026 fer fram dagana 2.–5. júlí. Undirbúningur er hafinn og kalla skipuleggjendur nú eftir hugmyndum og þátttöku frá íbúum, listafólki og fyrirtækjum.
Óskað er eftir tillögum að dagskráratriðum, viðburðum, sýningum eða nýjum hugmyndum sem gætu orðið hluti af hátíðinni í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar og eru íbúar hvattir til að láta rödd sína heyrast.
Tónlistar- og listafólk frá Eyjum sem hefur áhuga á að taka þátt í hátíðinni er jafnframt hvatt til að hafa samband. Goslokahátíðin er vettvangur fyrir fjölbreytta menningu og listsköpun og gefur þátttakendum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri.
Einnig eru fyrirtækjum og einstaklingar í Vestmannaeyjum hvattir til að taka þátt með sýningum, matar- eða vörusölu eða öðrum viðburðum tengdum Eyjum.
Hugmyndum og fyrirspurnum má koma á framfæri með tölvupósti á netfangið goslok@vestmannaeyjar.is.