Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Mynd frá Goslokahátíðinni. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Goslokahátíðin 2026 fer fram dagana 2.–5. júlí. Undirbúningur er hafinn og kalla skipuleggjendur nú eftir hugmyndum og þátttöku frá íbúum, listafólki og fyrirtækjum.

Óskað er eftir tillögum að dagskráratriðum, viðburðum, sýningum eða nýjum hugmyndum sem gætu orðið hluti af hátíðinni í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar og eru íbúar hvattir til að láta rödd sína heyrast.

Tónlistar- og listafólk frá Eyjum sem hefur áhuga á að taka þátt í hátíðinni er jafnframt hvatt til að hafa samband. Goslokahátíðin er vettvangur fyrir fjölbreytta menningu og listsköpun og gefur þátttakendum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri.

Einnig eru fyrirtækjum og einstaklingar í Vestmannaeyjum hvattir til að taka þátt með sýningum, matar- eða vörusölu eða öðrum viðburðum tengdum Eyjum.

Hugmyndum og fyrirspurnum má koma á framfæri með tölvupósti á netfangið goslok@vestmannaeyjar.is.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.