Kári ekki meira með á tímabilinu
Kári Kristján á sinn stað í búningsklefanum í Eyjum.

Það er skarð fyrir skildi hjá ÍBV því Kári Kristján Kristjánsson leikur væntanlega ekki fleiri leiki á tímabilinu vegna veikinda. Í síðustu viku var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með mikinn verk fyrir brjósti. Kári Kristján segir frá þessu í samtali við RÚV í dag.

Fór hann í hjartaþræðingu   á Landspítalanum vegna mikillar hjartabólgu. Kári segir við RÚV að talið sé að streptókokkar hafi valdið veikindunum en hann veiktist um síðustu mánaðamót er hann starfaði sem sérfræðingur RÚV meðan heimsmeistaramótið stóð yfir.

Það er ekki nákvæmlega vitað hver orsökin á þessu öllu saman var, en það bendir flest til þess að streptókokkasýkingin hafi átt upptökin. Er honum skipað að taka því rólega næstu mánuði. „Læknirinn talaði um þrjá mánuði. Á handboltamáli þýðir það að ég spili ekki meira á leiktíðinni, en við sjáum til með það,“ sagði Kári sem er 41 árs, en er ekki tilbúinn að hætta í handbolta nema á eigin forsendum.

Kári var ekki með í bikarleiknum gegn FH og í kvöld mætir ÍBV Haukum á útivelli sem verða ekki auðveldir heim að sækja.

Nánar er rætt við Kára Kristján á fréttavef RÚV:

Af handbolti.is

 

Gott framtak. Búningsklefi karla í Íþóttamiðstöðinni í Eyjum er hinn glæsilegasti. Stákarnir sáu sjálfir um innrétta hann og laga.

 

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.