Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í kvöld undir eins árs samning við nýliða Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Eins og komið hefur fram fékk Kári ekki nýjan samning hjá ÍBV fyrir komandi tímabil eftir að hafa leikið með félaginu síðastliðin 10 ár.
Fyrsti leikur Kára fyrir Þór verður gegn hans gömlu félögum í ÍBV næstkomandi laugardag á Akureyri. Kári sagðist í samtali við akureyri.net að hann gæti ekki beðið eftir að mæta sínum gömlu félögum. Allt viðtalið við Kára Kristján má lesa hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst