Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum mun leiða listann.
Frá þessu greinir Karl Gauti á facebook-síðu sinni. Í næstu sætum verða Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson.
„Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema Suðurkjördæmi og hitta sem allra flesta á næstu vikum. Við stefnum að því að snúa stjórnmálunum úr kyrrstöðu í að gangsetja fjölmörg aðkallandi verkefni. Í kosningabaráttunni mun ég taka mér leyfi frá störfum lögreglustjóra. Hlakka til að hitta ykkur sem flest,” segir Karl Gauti Hjaltason í færslunni.
Lista flokksins í Suðurkjördæmi má sjá hér að neðan.
1. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri
2. Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi
3. Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður
4. Kristófer Máni Sigursveinsson, verkstjóri
5. G. Svana Sigurjónsdóttir, bóndi
6. Sigurður Jónsson, hæstaréttarlögmaður
7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir, stuðningsfulltrúi
8. Ingiberg Þór Jónsson, verkstjóri
9. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, bæjarfulltrúi
10. Jón Benediktsson, læknir
11. Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður íþróttamannvirkja
12. Sigurjón Veigar Þórðarson, vélfræðingur
13. Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir, húsmóðir
14. Bjarmi Þór Baldursson, bóndi
15. Herdís I Waage, aðstoðarskólameistari
16. Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir Heide, stuðningsfulltrúi og leikskólaliði
17. Bergþór Gunnlaugsson, skipstjóri
18. Aron H Steinsson, rafmagnstæknifræðingur
19. María Brink, fv. verslunarstjóri
20. Sveinn Sigurjónsson, fv. skipstjóri
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst