Strákarnir í KFS unnu sinn fyrsta sigur í dag en hann kom gegn Vængjum Júpíters. Fyrir leikinn var KFS einungis komið með 1 stig eftir tíu leiki en nú eru þau orðin 4.
Leiknum lauk með glæsilegum 4-0 sigri þar sem KFS leiddi með einu marki í hálfleik. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta markið en hann kom aftur inn í liðið eftir fjarveru í síðasta leik. Markahrókurinn Gauti �?orvarðarson reimaði á sig markaskóna og kom KFS í 2-0 eftir 57 mínútur.
Ásgeir Elíasson, sem nýverið skipti yfir úr ÍBV, skoraði í sínum fyrsta leik þar sem hann kom liðinu í 3-0 stuttu fyrir leikslok. Strákarnir voru þó ekki hættir þar sem Jóhann Ingi Norðfjörð, nýbakaður faðir, bætti við fjórða og síðasta marki Eyjamanna.
Vængjunum tókst ekki að skora en þeir höfðu skorað í síðustu sex leikjum og eru í 6. sæti með 16 stig. Helstu keppinautar KFS um þetta 8. sæti sem er síðasta örugga sætið í deildinni eru KFR og Dalvík/Reynir. KFR er með 7 stig í 9. sæti og Dalvík/Reynir með níu stig í 8. sætinu.
�?að er ljóst að ef að KFS ætlar að halda sér uppi þá þurfa stigin að vera fleiri og þessi leikur var frábær byrjun á því.