KFS tyllir sér á toppinn
Mynd úr safni.

KFS tók á móti Alafossi á Þórsvellinum í dag, laugardag kl. 16.00 í toppbáráttunni í C riðli 4. deildar karla.

Fyrri leikur liðanna endaði með óvæntum sigri Álafossar en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum í dag.

KFS skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og var þar á ferðinni Daníel Már Sigmarsson sem skoraði sitt sjöunda mark í sumar. Þannig var staðan í hálfleik 1-0 KFS í vil.

Síðari hálfleikurinn fór hressilega af stað og eftir um 15 mínútna leik skoraði Íraninn Iman Sarbazi mark úr víti. Hann var svo aftur á ferðinni 10 mínútum síðar og kom KFS í 3-0.

Það var svo Hjalti Jóhannsson sem innsiglaði sigur KFS með marki á 89. mínútu. Lokatölur KFS 4-0 Álafoss.

KFS situr því á toppi C-riðils með 23 stig, einu stigi ofar en Árborg sem á þó leik til góða.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.