Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi
eftir Birgi Þórarinsson
17. október, 2024
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta.

Þingmál í þágu Suðurkjördæmis

Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli.  Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og kostnað við húshitun auk þess að minnast þess sérstaklega að á árinu 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Á sviði landbúnaðarmála hef ég lagt áherslu á aðgerðir til stuðnings landbúnaði, ættliðaskiptum og nýliðun, niðurfellingu erfðafjárskatts af bújörðum, áburðarforða, matvælaöryggi, nauðsyn varnaraðgerða þegar kemur að innflutningi á hráu kjöti og sölu lambakjöts til Mið-Austurlanda. Þá hefi ég lagt áherslu á skynsamlegt mat á áhrifum kolefnisgjalds í dreifbýli og hóflegt kílómetragjald.

Í Hornafirði hef ég stutt heilshugar samgöngubætur og lagt áherslu á góð samskipti hluteigandi og Vegagerðarinnar. Í Skaftárhreppi vil ég nefna aðgerðir til verndar lindarvatni í Landbroti og Meðallandi, samskipti landeigenda við Landgræðsluna, að ríkisjarðir verði seldar ábúendum og endurgerð friðaðra húsa. Í Grindavík hef ég beitt mér fyrir aðkomu vátryggingarfélaga að tjóni á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Grindavík. Í Reykjanesbæ hef ég beitt mér fyrir rannsóknum á áhrifum mengunar í gömlum vatnsbólum í Keflavík og Njarðvík á heilsufar, fækkun hælisleitenda, uppbyggingu Landhelgisgæslunnar við höfnina í Njarðvík. Þá hef ég lagt áherslu á örugg landamæri á Keflavikurflugvelli, uppbyggingu rafkerfis og raforkuöryggi á Suðurnesjum, framkvæmdir í Helguvík og lóðarleigu ríkisins. Í Suðurnesjabæ, hef ég beitt mér fyrir mati á áhrifum á innviði vegna fjölda hælisleitenda. Þegar kemur að Árborg hef ég stutt heilshugar við nýja og glæsilega Ölfusárbrú án breytinga og legg áherslu á að fjármagn verði tryggt fyrir kosningar svo framkvæmdir geti hafist strax.

Mér er umhugað um málefni eldri borgara og er tengiliður þingflokks við hagsmunafélög eldri sjálfstæðismanna. Ég hef lagt áherslu á stuðning við Þjóðkirkjuna, sem nýtur sérstakrar verndar í stjórnarskrá, og kristna kirkju sem hornstein trúar- og menningarlífs í landinu.

Útlendingmál snerta framtíð þjóðarinnar

Að lokum vil ég nefna þann málaflokk sem snertir okkur öll til framtíðar og mun verða eitt að stóru málunum fyrir kosningar en það eru útlendingamálin. Ég hef leitast við að sérhæfa mig í þessum málaflokki og hef m.a. setið sl. þrjú ár í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Auk þess starfaði ég fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í Miðausturlöndum, áður en ég tók sæti á Alþingi. Ég vil leggja mitt að mörkum við að móta hér stefnu til framtíðar sem tekur tillit til íslenskra hagsmuna, þar á meðal fámennis þjóðarinnar og að standa ber vörð um okkar velferðarkerfi, sem því miður er orðið söluvara í sumum löndum.

Það hefur verið heiður að fá að starfa með dómsmálaráðherra og oddvita Suðurkjördæmis, Guðrúnu Hafsteinsdóttur að þessum málaflokki. Ég leyfi mér vona að ég fái áfram tækifæri til þess.

Nýsamþykkt útlendingalög hafa skilað okkur miklum árangri en það er enn verk að vinna og málaflokkurinn er síbreytilegur. Það varðar framtíð okkar sem þjóðar að hér sé traust og öruggt regluverk í útlendingamálum.

Óska eftir stuðningi í 3. sæti

Ég leita eftir stuðningi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi til að skipa 3. sæti framboðslistans. Leggjumst öll saman á árar og tryggjum Sjálfstæðisflokknum góða kosningu 30. nóvember, fyrir framfarir og farsæld, í þágu íslenskrar þjóðar.

 

Birgir Þórarinsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst