Kosning utan kjörfundar fer fram í fjórum byggðarlögum: Á Selfossi, Höfn, í Reykjaneasbæ og á skrfstofu flokksins í Reykjavík. Á hinum stöðunum þremur hófst kosning á tilsettum tíma.
Skipulagning utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar á Selfossi var í höndum framsóknarfélaganna í Árborg. �?Við gerðum mistök við mönnun utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar,�? segir Ármann Ingi Sigurðsson, kjörnefndarmaður á Selfossi, í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi. �?�?egar þetta uppgötvaðist höfðum við snögg handtök og kosning hófst klukkan rúmlega 18:30. Jafnframt höfum við tryggt að þetta endurtaki sig ekki og biðjum við frambjóðendur og kjósendur afsökunar á þessum leiðu mistökum,�? segir Ármann Ingi.
Sumir frambjóðenda af Árborgarsvæðinu brugðust bálreiðir við þegar mistökin komu í ljós en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vildi þó ekki gera of mikið úr málinu. �?�?g treysti stjörn kjördæmisráðs til að taka fast á þessu og eins að kjörgögn verði í öruggum höndum. Í prófkjörum mega eingin mistök eiga sér stað,�? segir Guðni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst