Ísland er lýðræðisríki þar sem þjóðin fer sjálf með æðsta valdið. Það sama gildir um sveitarstjórnir eins og ríkið að æðsta vald sveitarfélagsins liggur hjá íbúum þess. Á fjögurra ára fresti kjósa íbúarnir sér fulltrúa til að fara með þetta vald sitt. Þessi grunnskipan samfélagsins er afar mikilvæg hverri þjóð og hafa mörg blóðug baráttan í sögunni verið háðar fyrir lýðræðinu og kosningarétti. Kosningum ber því að taka alvarlega. Það er þá sem kjósendur velja sér fulltrúa til að fara með stjórnun samfélagsins.