Á Íslandi er svokallað fulltrúalýðræði. Fulltrúalýðræði þýðir einfaldlega að „lýðurinn“ eða almenningur kýs sér fulltrúa, til fjögurra ára, til að taka ákvarðanir um þau mál sem þarf að taka ákvarðanir um. Margir tala um að lýðræðið virki bara á fjögurra ára fresti og það er að vissu leyti rétt. Ef almenningur er ekki sáttur við þá fulltrúa sem hann hefur valið sér þarf hann að bíða fram að næstu kosningum, í fjögur ár, til að finna sér annan fulltrúa sem hann treystir betur til að fara með sín mál.