Klárast einvígið í Krikanum í kvöld?

ÍBV vann ævintýralegan sigur á FH í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á sunnudag, 31:29, eftir framlengingu. ÍBV er með tvo vinninga og þarf aðeins einn í viðbót til þess að binda enda á rimmuna og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðin mætast í kvöld í Kaplakrika en flautað verður til leiks klukkan 19:00.

Sem fyrr bjóða Ísfélagið og Herjólfur frítt far á leikinn. Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna. Þegar lokað var fyrir skráningu höfðu um 150 manns skráð sig í rútuferðir samkvæmt upplýsingum frá ÍBV. Eyjamenn á höfuðborgarsvæðiunu hafa verið duglegir að sækja leiki liðsins undanfarið og því ljóst að stuðningsmenn ÍBV verða í það minnsta vel á þriðja hundrað í Kaplakrika.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.