Kolaportsmarkaður í Höllinni

Helgina 8. og 9. febrúar verður haldinn svokallaður Kolaportsmarkaður í Höllinni,  þar sem fólk getur komið og keypt bæði notaðar og nýjar vörur. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 13:00 til 17:00 báða dagana, þannig hægt verður að koma og njóta þess að skoða varning og mannlífið ásamt því að fá sér einn kaffi í Höllinni. Að sögn Daníels Geirs, rekstraraðila Hallarinnar er þetta í fyrsta sinn sem slíkur markaður hefur verið haldinn þar, áður hafa verið haldnir vel lukkaðir handverksmarkaðir og því tilvalið að prófa þetta, enda hafa svokallaðir ,,loppumarkaðir” verið vinsælir um land allt.

Daníel fékk hugmyndina að markaðnum þegar hann fór sjálfur að hugsa um allt dótið sem situr ónotað í geymslu á hans eigin heimili og hugsaði að það væri líklega eins hjá fleirum. Einnig fannst honum þetta tilvalin leið til þess að nýta Höllina þegar rólegra er í tíðinni. Í framhaldinu prófuðu þau að setja upp auglýsingu um Kolaportsmarkað og létu viðbrögðin svo sannarlega ekki á sér standa. Daníel hvetur þá sem hafa áhuga á því að selja varning að hafa samband við Höllina á Facebook eða sent þeim tölvupóst. 

,,Fólki er frjálst að selja bæði notaðar og nýjar vörur, en þó ekki veitingar. Fólk hefur nú þegar skráð sig með ýmiss konar vörur, bæði notaðar og nýjar, og verður spennandi að sjá úrvalið þegar allt verður klárt,“ segir Daníel að lokum.

Myndirnar eru frá handverksmarkaðnum sem haldinn var í Höllinni í fyrra 

Nýjustu fréttir

Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.