Flutningaskipin Arnarfell og Lagarfoss hafa verið á siglingu til og frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum frá því í nótt og morgun þar sem þau komast ekki til hafnar í Vestmannaeyjum vegna veðurs, þessu greinir mbl.is frá.
Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni er ekki um hættuástand að ræða. Austanstormur er á Suðurlandi sem gerir það að verkum að vindurinn stendur beint inn höfnina.
Að sögn Andrésar Þ. Sigurðssonar, hafnsögumanns í Vestmannaeyjum, eru skipin ekki í neinu basli en bíða af sér veðrið. „Þetta er bara eðlilegt á vetrartímum,“ segir hann. Arnarfell lagði úr höfn í Reykjavík í nótt og átti að koma til hafnar í Vestmannaeyjum klukkan 4 í nótt en hefur verið á dóli milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip liggur Lagarfoss í vari við Heimaey á leið sinni frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum. Skipið mun sleppa því að fara inn til Vestmannaeyja í þessari ferð vegna veðurs.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.