Í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Visabikarkeppni karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV var eina liðið í pottinum eftir að KFS féll úr leik í síðustu umferð. Það hlakkar sjálfsagt í mörgum yfir drættinum því ÍBV fékk heimaleik gegn KR. Leikurinn hefur verið settur á miðvikudaginn 2. júní klukkan 19.15.