Arnar Richardsson, f.h. Elfu Ágústu Magnúsdóttur og Lóu Skarphéðinsdóttur, sendi Vestmannaeyjabæ bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við útboð á leikskólanum Sóla. Tveir buðu í reksturinn auk bréfritara og samþykkti bæjarstjórn sama dag og bréfið er dagsett, 22. febrúar, að semja við Hjallastefnuna.