Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Kristín Klara Óskarsdóttir hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga.
Kristín Klara Óskarsdóttir:
Aldur? 16 ára.
Fjölskylda? Mamma mín heitir Guðbjörg Guðmannsdóttir og pabbi minn heitir Óskar Jósúason. Svo á ég líka tvo yngri bræður sem heita Jósúa Steinar og Nóel Gauti.
Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum? Neibb hef búið hér allt mitt líf.
Mottó? Myndi segja að aldrei gefast upp, leggja sig alltaf alla fram og vera jákvæð.
Síðasta hámhorfið? Ég er ekkert mikið að horfa á sjóvarpið nema það sé íþróttir en ætli það hafi ekki bara verið Gossip Girl.
Uppáhalds hlaðvarp? Ég hlusta eiginlega ekkert á hlaðvörp, eða man allavega ekki eftir neinu.
Aðaláhugamál? Það er fótbolti.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Líklegast bara spila fótbolta, hlusta á tónlist og fá mér einn nocco.
Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? Þeir eru mjög basic. Fer í akademíuna eða í skólann, svo fer ég á æfingu en stundum að lyfta fyrir hana, síðan bara heim að slaka á eða læra ef þess þarf.
Hvað óttast þú mest? Alvarleg meiðsli þannig ég gæti ekki spilað fótbolta.
Hvað er velgengni fyrir þér? Ná árangri og markmiðum mínum.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Árið 2014 þegar ég var 5 ára.
Hver er fyrirmynd þín í íþróttum? Ég eiginlega veit það ekki, held ég sé ekkert með einhverja eina fyrirmynd í íþróttum.
Var eitthvað sem kom á óvart í sumar? Í rauninni ekki.
Hvað tekur nú við þegar fótboltatímabilinu í ár er lokið? Er reyndar ennþá að æfa og er að fara út með U-17 í næstu viku. Svo tekur bara bráðum undirbúningstímabil við.
Eitthvað að lokum? Þetta var geggjað tímabil, allt liðið var frábært og er bara spennt fyrir næsta tímabili.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.