Kvaddur með knúsi 2018, kominn á ný í hópinn 2023
1. ágúst, 2023

Gunnar Páll Hálfdánsson er við svo margar fjalir felldur að úr vöndu er að ráða hvar á að byrja og hvar að enda frásögn af högum hans í lífinu og tilverunni. Tilefni samtals við hann var kynning á sölu- og verkefnastjóra Leo Seafood ehf. en kappinn hafði í svo miklu að snúast að einhverjar vikur tók að mæla sér mót við hann símleiðis. Alltaf var at í gangi sem varð að klárast.

Utan vinnutíma er viðmælandinn heldur ekki verkefnalaus, alla vega hlýtur formaður ÍBV héraðssambands frá 2022 að hafa í fáein horn að líta í þeim ranni. Ef svo Íþróttabandalag Vestmannaeyja leyfir lausum stundum til frjálsrar notkunar er sá kvóti snarlega fylltur með golfiðkun. Auðvitað fær fjölskyldan úthlutað líka úr sama kvóta lausra stunda.

Bandaríkjamarkaður skilar mestum tekjum

Gunnar Páll var vinnslustjóri og síðar framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni frá 2013 til 2018, áður en hann færði sig til Leo Seafood. Lykilstarfsmenn í fyrirtækjum eru gjarnan kvaddir með rjómatertum, gullúrum, sérmerktum golfkúlum eða einhverju álíka. Kveðjustundin hans endaði hins vegar í hópknúsi í fundarsal VSV og fer sem slík á spjöld sögunnar.

Þegar nú Vinnslustöðin hefur eignast Leo Seafood, og Gunnar Páll er á ný kominn í starfsmannaskrá VSV-samstæðunnar, hlýtur að koma til greina að bjóða hann velkominn á ný með hópknúsi en það er önnur saga.

Ég sá auðvitað ekki fyrir að eignarhald á fyrirtækinu okkar myndi breytast en tíðindin komu ekki að öllu leyti á óvart. Mér fannst sem niðurskurður aflaheimilda gæti leitt til breytinga, hverjar svo sem þær yrðu. Ánægjulegast er samt að fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafi eignast Leo Seafood en ekki einhverjir á meginlandinu.

Þetta er ekki samruni fyrirtækja heldur keypti Vinnslustöðin Leo Seafood og ég veit ekki annað en ætlunin sé að reka félögin áfram hvort í sínu lagi en í samstarfi. Starfsemin fellur mjög vel saman og verður báðum félögum örugglega til góðs og farsældar.

– Þú ert sem sagt sölustjóri. Hvað helst seljið þið og hverjum?

Við framleiðum meðal annars fisk fyrir Bandaríkjamarkað í fimm punda öskjum og lausfrystivörur sömuleiðis. Markaðssvæðið vestan hafs skilar okkur mestu í tekjum talið.

Evrópa er hins vegar stærsti markaðurinn í tonnum talið. Við seljum mest ufsa, aðallega til Frakklands, Þýskalands, Hollands, Spánar, Kanaríeyja og Tyrklands.

Okkur gengur vel. Auðvitað eru alltaf sveiflur af og til en þegar á heildina er litið kvörtum við ekki og erum bjartsýn. Hljómar það ekki bærilega?

Hoppað af einni eyju til annarrar

Gunnar Páll er fæddur og uppalinn á Flateyri. Faðir hans var þar skipstjóri, móðir hans beitingameistari. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum að Laugum í Reykjadal 2001. Í sama skóla var Berglind Smáradóttir sem síðar varð eiginkona hans, sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þar með er komið fyrirframgefið svar við vísbendingarspurningu um fjölskylduhagi og upphaf kynna. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 15 til 22ja ára: Alexöndru Ósk, Aron Steinar, Adrían Smára og Auðun Snæ.

Berglind er Hríseyingur að uppruna og af sjálfu leiðir að þau Gunnar Páll voru búsett í Hrísey í þrettán ár áður en kom að flutningi til Vestmannaeyja. Sannkallað eyjafólk.

Ég hef alla tíð verið í kringum fisk og sjávarfang frá því ég man eftir mér fyrst fyrir vestan. Hríseyjardvölin er þar með talin. Ég notaði reyndar tækifærið þar til að ljúka námi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri 2007, tók ferjuna að morgni upp á Ársskógssand, keyrði til Akureyrar og til baka undir kvöld.

Annars var ég í fiskvinnslu, var á sjó eða við beitingar. Þá starfaði ég um hríð við kræklingarækt í Eyjafirði sem var umtalsvert ævintýri á meðan það varði.

– Svo tókuð þið eyjahoppið mikla, frá Hrísey til Vestmannaeyja. Hvernig kom það til?

Vinnslustöðin auglýsti eftir vinnslustjóra til starfa og ég ákvað að sækja um. Anna Sigga Hjaltadóttir, þáverandi framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, var stödd á heimaslóðum sínum á Dalvík og Sverrir Haraldsson, núverandi sviðsstjóri VSV í bolfiski, kom norður. Við hittumst þrjú til skrafs og ráðagerða. Ég var ráðinn í júlí 2013 og kominn fáeinum dögum síðar til Eyja á bullandi makrílvertíð. Hér erum við enn.

Kominn á hliðarlínuna í fótbolta

Gunnar Páll er ötull golfari í frístundum en var áður liðtækur framherji í knattspyrnu og spilaði í tvö ár með KFS. Á bak við þá skammstöfun leynist félag í Vestmannaeyjum með heiti sem ekki endilega er á hvers manns vörum: Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund, stofnað í Eyjum 1997.

KFS á aðild að ÍBV-héraðssambandi, spilaði í 3. og 4. deild á sínum tíma og átti sitt gullaldarskeið 2002 þegar það lagði Fjölni í vítaspyrnukeppi í úrslitaleik um sigursæti 3. deildar.

Núna læt ég duga að horfa á fótbolta og auðvitað kemur knattspyrnan mjög við sögu í félagsstarfi ÍBV. Sjálfur er ég hins vegar forfallinn í golfi. Það skal fúslega játað og viðurkennt.

  • Óskar Pétur Friðriksson tók myndir nr. 2 og 3 en þær neðstu þrjár eru úr fjölskyldualbúmi Gunnars Páls.
  • Efsta myndin birtist hins vegar í Eyjafréttum í mars 2019 í tilefni af fermingu Adríans Smára þá um vorið. Í viðtali Gígju Óskarsdóttur við foreldrana kemur fram að frumburðurinn, Alexandra Ósk, hafi fermst í Eyjum en fermingarveislan hins vegar verið í Hrísey.
  • Móðirin og Hríseyingurinn Berglind segir eftirfarandi um muninn á því að stofna til veislu í Vestmannaeyjum annars vegar og Hrísey hins vegar:

Það eru kostir og gallar á báðum stöðum. Hérna í Eyjum eru kostirnir að maður þarf ekki að flytja allan mat ofan af landi þar sem við höfum Bónus og Krónuna. En við þurfum samt sem áður að fara í borgina og versla skreytingar. Svo eru ekki til hér fötin sem hann er búinn að sjá fyrir sér að fermast í en fötin eru að hluta til tilbúin.

Kostirnir við Hrísey eru að þar er mikið styttra að komast í bæinn og versla allt sem þarf, sem sagt helmingi minna ferðalag. Þar er alltaf hægt að treysta á að ferjan fari svo lengi sem fært er í landi, margar ferðir á dag og frítt í ferjuna,“ sagði Berglind og lagði mikla áherslu á orð sín.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst