Kveður verkefnið og Eyjarnar með miklum söknuði
Gunnlaugur ásamt samstarfsfólki í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum árið 2013

Í gærkvöld sigldi Eimskip sína síðustu ferð á Herjólfi milli lands og Eyja eftir þrettán ár í brúnni en nýr rekstraraðili tók við nú í morgun. Eyjafréttir tóku púlsinn á Gunnlaugi Grettissyni sem haldið hefur utan um siglingar Herjólfs undanfarin átta ár.

„Fyrst og fremst mikið þakklæti fyrir að hafa unnið með þessu frábæra samstarfsfólki sem hefur komið að Herjólfsrekstrinu bæði í Eyjum og víðar. Einnig mikið þakklæti til Eimskip að hafa treyst mér fyrir þessu verkefni sl 8 ár,” sagði Gunnlaugur og bætti við. „Samgöngur er Vestmannaeyjum auðvitað mjög mikilvægar. Þessi 13 ár sem Eimskip hefur haft verkefnið á sinni könnu höfum við flutt um 3,2 milljón farþega. Siglingar til Landeyjahafnar hafa gjörbreytt þessu öllu. Auðvitað átti Landeyjahöfn að verða 12 mánaða höfn en staðreyndin því miður er ansi fjarri því í dag. Vonandi mun nýja ferjan nálgast það markmið enda sérhönnuð í þetta verkefni.”

Þá sagðist Gunnlaugur kveðja Eyjarnar í sumar með miklum söknuði. „Ég kveð verkefnið og svo í sumar Eyjarnar með miklum söknuði en um leið óska ég því alls hins besta.”

Eitt af því mikið hefur verið rætt um meðal fólks í Eyjum eru afsláttarkortin og sú inneign sem það á þar. En ýmsar sögur hafa verið á kreiki um afdrif þeirrar inneignar. Aðspurður um málið sagði Gunnlaugur það vera eins og oft með málefni Herjólfs frekar sérstakt og svolítið skemmtilegt. Hið rétta komi hins vegar fram í tilkynningu heimasíðu Sæferða og má lesa hér að neðan.

AFSLÁTTAKORT – ENDURGREIÐSLA
Sæferðir ehf. hafa að beiðni frá Vegagerðinni tekið að sér að endurgreiða viðskiptamönnun út inneignir á afsláttarkortum þar sem með nýjum rekstraraðila verður tekið upp nýtt kerfi hvað afsláttarkjör varðar.
Þeir sem eiga inneign á afsláttkorti eða vilja senda inn fyrirspurn vegna þessa eru beðnir að senda tölvupóst á herjolfur@seatours.is.

Skeytinu þarf að fylgja:
Nafn, kennitala og bankareikningsnúmer fyrir endurgreiðslu.

Opið verður fyrir endurgreiðslu til 31.7.2019 eða í fjóra mánuði en það gildir um þetta eins og margt annað að best er að skella sér í að klára sem fyrst 

Rétt er að minna á að ef inneign á afsláttkorti er td. 10.000. kr er raun inneign til endurgreiðslu kr 6.000 þar sem 40% afslátturinn lagðist strax ofan á greidda inneign, þ.e. við kaup á afsláttakorti og með greiðslu kr. 34.500 kr myndaðist inneign kr. 57.500.-

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.