Hið árlega kvennahlaup var haldið í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn síðasta. Um 65 þátttakendur voru í ár, konur, karlar, börn og dýr tóku þátt í hlaupinu.
Katrín Laufey Rúnarsdóttir og Lára Dögg Konráðsdóttir skipulögðu hlaupið í Vestmannaeyjum í ár. „Það tóku 65 þátt í ár og þar af þrír karlar sem við erum ferlega ánægðar með. Allir voru svaka hressir og ánægður með þetta. Við ákváðum einnig að færa hlaupið af Sjómannadagshelginni og teljum við það hafa verið hið besta mál enda tóku helmingi fleiri þátt í ár,“ sagði Katrín Laufey í samtali við Eyjafréttir.