Næstkomandi mánudag, 15. september, býður Kvennakórinn konum til að mæta á opna æfingu og prófa að syngja með kórnum. Æfingin verður opin fyrir allar konur, óháð reynslu eða sönghæfileikum, og því frábært tækifæri til að kynnast kórnum og starfinu.
Æfingin mun fara fram mánudaginn 15. september kl 19 og í beinu framhaldi af því verða svo raddprufur.
Raddprufurnar eru ekki mat á sönghæfileikum, heldur einungis til að finna út hvaða raddhópi hver og ein tilheyrir.
Konur á öllum aldri eru hvattar til að mæta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst