Kvennalið ÍBV vann góðan sigur á Fram í fyrstu umferð Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Eyjakonur voru með tveggja marka forystu í hálfleik 20-18.
Seinni hálfleikur spilaðist nokkuð líkt og sá fyrri en Eyjakonur juku forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 35-30. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í leiknum en hún skoraði 13 mörk úr 14 skotum og var með átta stoðsendingar. Birna Berg Haraldsdóttir varð næst markahæst með níu mörk. Amalia Frøland var með 15 skot varin.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 13, Birna Berg Haraldsdóttir 9, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Klara Káradóttir 2, Lilja Kristín Svansdóttir 2, Britney Cots 1, Ásdís Halla Hjarðar 1.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn KA/Þór laugardaginn 13. September kl. 13:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst