Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um það. Staða ÍBV í deildinni er erfið og næstu leikir munu skipta sköpum fyrir framtíð liðsins í efstu deild.

Stjórn félagsins hefur ekki gefið út opinbera yfirlýsingu um næstu skref en ljóst er að mikil óvissa ríkir um framhaldið. Ekki er orðið ljóst hver mun taka við karlaliðinu en sögusagnir eru um að Erlingur Richardsson muni taka við þeim.

Uppfært kl. 11.48.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Magnús Stefánsson stýri meistaraflokki kvenna á næsta tímabili og tekur við af Sigurði Bragasyni.

„Við viljum þakka Sigurði kærlega fyrir hans framlag en undir hans stjórn hefur liðið orðið bikarmeistari og deildarmeistari svo fátt sé nefnt. Óskum við Sigurði og liðinu góðs gengis það sem eftir er af tímabilinu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á leikjum liðsins.”

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.