Kvótaáramótin hin fínustu
Eyjarnar við bryggju í Eyjum.

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. mánudag, á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Komu skipin að landi eftir stutta veiðiferð og var afli Vestmannaeyjar 40 tonn og afli Bergeyjar 37 tonn.

Skipin héldu til veiða á ný á mánudagskvöld og lönduðu bæði í morgun eftir að hafa verið tvo daga að veiðum. Vestmannaey reyndi við karfa við Eyjar og landaði 33 tonnum en Bergey fiskaði þorsk og ufsa á Víkinni og landaði 50 tonnum. Skipin eru gerð út af Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar og segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri að kvótaáramótin hafi verið hin fínustu og nýja kvótaárið leggist vel í sig þó það fari hægt af stað. „Það er alltaf hugur í mönnum þegar nýtt kvótaár gengur í garð og ég er viss um að það á eftir að verða farsælt,“ segir Arnar.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.