Sölufulltrúar frá spænska byggingafélaginu Euromarina halda kynningarfund á Hótel Vestmannaeyjar fimmtudaginn 13. Sept frá klukkan 16 til 19. Þar verða kynntar fasteignir Euromarina og gefnar upplýsingar um ferlið í fasteignakaupum á Spáni. Íslenskir sölufulltrúar verða á staðnum ásamt spænskum starfsmönnum Euromarina, þeir kynna söluferlið og bjóða skoðunarferðir til Spánar. Kristján Sveinsson og Birna Guðmundsdóttir eru íslenskir sölufulltrúar en þau hafa sinnt íslenskum markaði hjá Euromarina frá árinu 2016.
„Við sinnum íslenskum markaði fyrir Euromarina og höldum reglulega kynningar hér á landi. Áhersla er lögð á það hjá Euromarina að viðskiptavinurinn sé ánægður. Þess vegna er gaman að segja frá því að fjöldi íslenskra fasteignakaupenda á Spáni fer fjölgandi. Viðskiptavinir okkar eru þverskurður Íslendinga á öllum aldri og úr öllum stéttum. Við höfum aðstoðað fjölda ánægðra Íslendinga við að eignast sína draumaeign t.d á Costa Blanca (hvítu ströndinni), sem er á Suð-austur strönd Spánar í 25 mínútna akstursvegalengd frá Alicante en þangað er flogið beint frá Íslandi allt árið,“ sagði Kristján.
Sækja í gott veður og verðlag
Hann sagði að Íslendingar sæki sérstaklega á þetta svæði og það séu margar ástæður fyrir því. „flugsamgöngur góðar, verðlagið er frábært, gott veður, góðir skólar og heilbrigðiskerfi. Þarna er öll þjónusta til mikillar fyrirmyndar, lifandi verslun, veitingahúsamenning og skemmtilegt mannlíf. Svæðið í kringum Torrevieja er Íslendingum flestum vel kunnugt og er svæðið einstaklega veðursælt með að meðaltali 320 daga sól á ári. Flestir sem leita til okkar vilja öruggt svæði með heilsársbúsetu og iðandi lífi allt árið um kring,“ bætir hann við.
Traust fyrirtæki
„Euromarina er stórt og vaxandi 46 ára gamalt byggingarfyrirtæki sem byggir og
selur margbreytilegar eignir í samræmi við ítrustu kröfur markaðsins. Fyrirtækið býr við traustan eigin fjárhag og hefur staðið af sér sveiflur og kreppur án vandræða. Fjölbreytileiki er eitt af einkennum fyrirtækisins, arkitektar Euromarina aðstoða viðskiptavini við að hanna eign að sínum þörfum hvort heldur það er við ströndina, í þéttbýli eða einbýli á stórri jörð. Með því að kaupa fasteign á Spáni í gegnum okkur nær fólk beinum viðskiptum við eitt virtasta og stærsta byggingarfélagið á Costa Blanca. Euromarina hefur selt Íslendingum eignir á Spáni í 20 ár með góðu orðspori. Euromarina er einnig með allt á sýnum snærum, til dæmis eigin húsgagnaverslum, Euromarina Home. Kaupendur eiga kost á allri þjónustu við að innrétta og fullbúa eignina með nettengingu, sjónvarpsuppetningu og svo mætti lengi telja. Við leggjum öll gjöld fram þannig að viðskiptavinurinn veit nákvæmlega hver kostnaðurinn við kaupin eru frá upphafi, enginn óvæntur kostnaður eða gjöld. Einnig sýnum við fram á hver útgjöldin verða árlega eftir kaupin,“ sagði Kristján.
Fyrirtækið Euromarina
Nokkur atriði úr byggingastefnu Euromarina
Allt þetta skiptir miklu máli og hefur sett Euromarina í fremstu röð byggingaraðila á Spáni.
Kristján segir að vissulega hafi Spánn ekki farið varhluta af þeim uppgangi sem hefur átt sér stað á undanförnum árum en fasteignaverð hefur engu að síður staðið í stað frá árinu 2009. „Þess vegna er mjög gott fyrir Íslendinga að kaupa þar núna en til dæmis mældist hækkun á fasteignaverði árið 2017 yfir 7% og spáir áframhaldandi hækkunum.“
Aðstoða fólk með kaupin
Starfsfólk Euromarina hér á landi aðstoðar fólk sem er að hugleiða íbúðarkaup á Spáni. „Já, og meira en það,“ sagði Birna. „Við aðstoðum fólk í öllu ferlinu og ekki síður þegar það er búið að kaupa. Við aðstoðum einnig við útleigu á húsnæði sem fólk kaupir hjá okkur og umsjón í kringum það. Við tökum á móti fólki á Alicante flugvellinum og keyrum það á hótel þar sem það gistir í okkar boði í þrjár til fimm nætur. Síðan förum við saman í höfuðstöðvar Euromarina og skoðum hvað er í boði og hvers fólk leitar að. Einnig skoðum við eignir og mismunandi hverfi. Ef fólk finnur draumaeignina aðstoðum við það að opna
bankareikning, sækja um N.I.E númer (spænska kennitölu) og fylgjum því í gegnum ferlið alla leið,“ sagði hún.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum síma 690 2665.
Einnig er hægt að hafa samband við Birnu á netfanginu birna@euromarina.es
Næsta kynning verður á hótel Vestmannaeyjar 13. sept kl. 16til 19


















