Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði.
Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og við okkur sjálf.
Allir eru velkomnir á kynningafund 29. september kl. 18.30 í betri stofu Safnaðarheimilis Landakirkju 6. og 13. október verða einnig opnir kynningarfundir. Eftir það hefst hin eiginlega sporavinna. Nánari upplýsingar eru á www. viniribata.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst