Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald
25. mars, 2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á kynningarfundi um breytingu á lögum um veiðigjald. Ljósmynd: Stjórnarráðið

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Við vinnu við endurskoðun á veiðigjöldum var niðurstaðan sú að núverandi aðferð endurspegli ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og er frumvarpið lagt fram til að bæta þar úr. Ekki er um að ræða breytingar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi, heldur þarfa leiðréttingu.

Við gerð frumvarpsins kom í ljós að fiskverð í reiknistofni hefur verið vanmetinn. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og eru því um bein viðskipti að ræða. Verðmyndun þessara viðskipta hefur ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum.

Til þess að bregðast við þessu ójafnvægi verður lögum um veiðigjöld breytt á þann veg að reiknistofn fyrir þorsk og ýsu mun miðast við verð á fiskmörkuðum innanlands. Fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl verður miðað við markaðsverð í Noregi yfir íslensk veiðitímabil.

Engin breyting verður á útreikningi veiðigjalds og mun útgerðin áfram halda 67% af hagnaði veiðanna en greiðir 33% af hagnaðinum fyrir afnot af auðlindinni.

Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að leiðrétt veiðigjöld skili allt að 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú þegar eru greiddir. Við gerð frumvarpsins var tekið sérstakt tilit til smærri og meðalstóra útgerða með hærra frítekjumarki.

„Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við ákall þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir afnotarétt af auðlindinni“ segir atvinnuvegaráðherra. „Gjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt.“

Árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna og núverandi tekjur af veiðigjaldi standa því ekki undir þeim grunnkostnaði.

Frumvarpið má lesa hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst