Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, vonast til að ná leik liðsins gegn Grindavík á miðvikudag. Guðmundur fór meiddur af velli á 80. mínútu í 4-0 sigrinum á ÍA á föstudagskvöld eftir að hafa meiðst á læri. „Ég losaði boltann frá mér og síðan fór Garðar (Bergmann Gunnlaugsson) í mig. Þetta var skelfilega vont, sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.
“