Á annað þúsund rúmmetrar af jarðefnum voru fjarlægðir úr Landeyjahöfn í nótt og undir morgun. Þá fór ölduhæð undir tvo metra svo skipverjar á dýpkunarskipinu Skandiu gátu hafist handa. Vonast er til að hægt verði að halda dýpkun áfram í nokkrar klukkustundir á sunnudaginn.