Landsbankinn veitir tíu milljónir króna í samfélagsstyrki
7. ágúst, 2015
Samfélagsstyrkjum að upphæð tíu milljónir króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Alls hlutu 26 verkefni styrki að þessu sinni. Tvö verkefni á vegum Rauða krossins og Geðhjálpar hlutu samtals eina milljón króna, tólf verkefni 500 þúsund krónur hvert og önnur tólf fengu 250 þúsund króna styrk. Um 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkir verða veittir tvisvar á þessu ári en umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar rennur út í október nk.
Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista.
Dómnefnd um úthlutun samfélagsstyrkja var að þessu sinni skipuð þeim Ármann Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Kristjáni Kristjánssyni upplýsingafulltrúa Landsbankans og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.
Samfélagsstyrkir Landsbankans �?? ágúst 2015
1.000.000 kr.
�?� Rauði krossinn á Íslandi og Geðhjálp �?? Verkefnið Hópastarf og virkni á vegum Rauða krossins sem ætlað er að styðja við bakið á ungum drengjum sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu og landssöfnunin �?t með’a, vitundarvakning gegn sjálfsvígum ungra karla sem unnin var í samstarfi Rauða Krossins og Geðhjálpar.
500.000 kr.
�?� Ása Helga Hjörleifsdóttir �?? Stelpur skjóta, sumarnámskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur á aldrinum 15-18 ára.
�?� Djúpavogshreppur �?? Samtímalistsýningin Rúllandi snjóbolti/6 á Djúpavogi.
�?� Fjölbrautarskólinn í Breiðholti �?? Samstarfsverkefni með �?jónustumiðstöð Breiðholts um að bæta geðheilbrigði nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
�?� Gljúfrasteinn �?? hús skáldsins �?? Lesum Laxness, verkefni sem miðar að því að hvetja til lesturs á verkum Halldórs Laxness.
�?� Glætan �??Starfsemi Tómstundamiðstöðvar Glætunnar fyrir börn og ungmenni sem eiga undir högg að sækja félagslega.
�?� Háskóli Íslands �?? Ljósakassinn, námsefni um ljós í tækni og vísindum, gefinn í alla grunnskóla landsins.
�?� Heimili og skóli �?? Fræðsluherferð fyrir nemendur í 6. bekk í Reykjavík um ábyrga netnotkun.
�?� Marta Nordal �?? Uppsetning á einleik sem byggður er á lífi Nazanin Askari og fjalla mun um kven- og tjáningarfrelsi og íslamska trú.
�?� Samband garðyrkjubænda �?? Heimildarkvikmynd um garðyrkju á Íslandi í tilefni af sextíu ára afmæli sambandsins.
�?� Tómas Njálsson �?? Blindravitinn, hugbúnaður sem auðveldar blindum og sjónskertum að finna dyr eða innganga að byggingum.
�?� Tölvumiðstöð fatlaðra �?? �?róun á kennsluaðferð til að efla læsi íslenskra barna og unglinga með lestrarörðugleika.
�?� Winda �?? félag áhugafólks um pólska og íslenska menningu �?? Starfsemi Vængs, félagsmiðstöðvar fyrir unga innflytjendur sem ættaðir eru frá Póllandi.
250.000 kr. styrkir
�?� Anna Dröfn Ágústsdóttir �?? Söfnun heimilda um ljósmyndarann �?laf K. Magnússon, sem oft hefur verið nefndur ljósmyndari þjóðar.
�?� Askja Films �?? Stuttmyndin Heiti potturinn, sem ætlað er að fanga sérstæða og skemmtilega umræðuhefð og þá nánd sem myndast í heita pottinum.
�?� Bjarminn �?? samtök gegn kynferðisofbeldi �?? Skipulagning fyrirlestra og starf sjálfsstyrkingarhópa í Vestmannaeyjum til að styðja við fórnarlömb kynferðisofbeldis.
�?� Borgarsögusafn Reykjavíkur �?? Sýningin Sjókonur �?? íslenskar konur til sjós í fortíð og nútíð sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
�?� Ester Marít Arnbjarnardóttir �?? Hönnun á myndrænum leiðbeiningum fyrir börn um flokkun sorps fyrir börn.
�?� Fama �?? �?tgáfa bókarinnar Frú ráðherra: frásagnir kvenna á ráðherrastóli en í henni eru viðtöl við tuttugu konur sem gegnt hafa ráðherraembætti í ríkisstjórn.
�?� Haraldur Sigurðsson �?? Ritun sögu bæjarskipulags og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld.
�?� Ljóðvegir �?? Inn á græna skóga, sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar skálds.
�?� Skáksamband Íslands �?? Ritun bókar um sögu Reykjavíkurmótanna í skák eftir Helga �?lafsson stórmeistara.
�?� Svipir �?? Leiksýningin Endatafl eftir írska Nóbelsskáldið Samuel Beckett.
�?� Sögufélagið �?? Ritverkið Kristján X. Konungur Íslands 1918-1944.
�?� �?var �?ór Benediktsson �?? Lestrarátak �?vars vísindamanns fyrir nemendur í 1.-7. bekk í íslenskum grunnskólum.
Landsbankinn óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina og velfarnaðar í framtíðinni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst