Matvælastofnun hefur veitt Laxey hf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vef Matvælastofnunnar að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi og regnbogasilungi.
Laxey hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi og regnbogasilungi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 2. mars 2023. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar, segir að endingu í fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst