Mánuður er nú liðinn frá skólaslitum Grunnskóla Vestmannaeyja og er rétt rúmlega mánuður þar til skólahald hefst að nýju. Við heyrðum í börnunum um sumarfrí og goslok.
Nafn: Eiður Gauti Theodórsson
Aldur: 7 ára 9. desember
Fjölskylda: Mamma mín heitir Linda Björg og pabbi minn heitir Theodór, systkin mín heita Elísabet Dögun og Theodór Ingi.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Bara æði.
Hvað ertu búinn að gera í sumar? Ég er bara búinn að vera í fótbolta og veiða síli á Stakkó.
Hvað er það besta við Goslok? Þegar allir eru að syngja og hafa gaman.
Hvers saknar þú mest við skólann? Sakna að vera að læra og vera í Evolytes sem er stærðfræðileikur.
Ertu með ráð til fullorðna fólksins? Jáá bara hafa gaman.
Lokaorð? Áfram ÍBV.
Nafn: Eyjólfur Pétursson
Aldur: 7 ára að verða 8 ára í desember.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Margrét og pabbi minn heitir Pétur.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Það er mjög gaman.
Hvað ertu búinn að gera í sumar? Ég er búinn að fara í sund, út að hjóla, leika við vini mína, fara á fótboltamót og til Danmerkur í Legoland.
Hvað er það besta við Goslok? Þá er hátíð í bænum og allir að skemmta sér vel.
Hvers saknar þú mest við skólann? Sakna mest að fara ekki í frímínútur.
Lokaorð? Eigið góða og skemmtilega helgi og gleðileg goslok.
Nafn: Bergdís Embla Óskarsdóttir
Aldur: 6 ára
Fjölskylda: Pabbi Óskar, mamma Erna, Emilía Rós, Elmar Breki og Andri Snær.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Bara gaman, það er gott að vera komin í frí.
Hvað ertu búin að gera í sumar? Ég er búin að vera hjálpa mömmu í vinnunni og leika mér úti.
Hvað er það besta við Goslok? Að fara í hoppukastalana og fá andlitsmálningu.
Hvers saknar þú mest við skólann? Kennaranna.
Ertu með ráð til fullorðna fólksins? Að hafa gaman.
Lokaorð? Njótið dagsins.
Nafn: Rebekka Ágústsdóttir
Aldur: 7 ára
Fjölskylda: Mamma mín heitir Guðbjörg Erla, pabbi minn Ágúst Halldórsson, stóra systir mín heitir Emilíana Erla og stóri bróðir minn heitir Sveinn Jörundur.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Geggjað að vera komin í sumarfrí, ég elska sumarfrí.
Hvað ertu búin að gera í sumar? Ég fór til Tenerife af því að amma mín átti afmæli. Ég er búin að fara á leikjanámskeið sem var gaman. Síðan elska ég að sofa út.
Hvað er það besta við Goslok? Að sjá Leikhópinn Lottu.
Hvers saknar þú mest við skólann? Sakna Sísí Láru, hún er besti kennari í heiminum.
Ertu með ráð til fullorðna fólksins? Alltaf að hlusta á börnin sín þegar þau slasa sig. Ég meiddi mig einu sinni í hendinni og mamma og pabbi sögðu að það væri örugglega ekkert að mér en síðan var ég með krumpubrot og fór í gips.
Lokaorð? Gleðilega Þjóðhátíð.
Nafn: Kristrún Día
Aldur: 6 ára
Fjölskylda: Mamma mín heitir Leifa, pabbi minn heitir Daníel Geir og svo er systir mín Inga Margrét og svo er önnur systir mín Jakobína Júlía.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Skemmtilegt.
Hvað ertu búin að gera í sumar? Ég er búin að fara í Sumarfjörið, leika mér, fara í sund og hjálpa frænku minni á fótboltamótunum og svo er ég að fara á Franska daga.
Hvað er það besta við Goslok? Litahlaupið og leika á Stakkó.
Hvers saknar þú mest við skólann? Leikfimi og sund og frímínútur af því að þá má maður gera það sem maður vill.
Ertu með ráð til fullorðna fólksins? Það er skemmtilegast þegar mamma og pabbi gera eitthvað skemmtilegt með okkur krökkunum.
Lokaorð? Takk fyrir mig.
Nafn: Eva Berglind Guðmundsdóttir
Aldur: 7 ára
Fjölskylda: Mamma heitir Sandra Sif, pabbi heitir Gummi, stóra systir mín heitir Íris Dröfn, svo er ég næst, litla systir mín heitir Sara Björk og svo er Daisy hundurinn okkar.
Hvernig er að vera í sumarfríi? Mér leiðist að vera í sumarfríi og ég sakna skólans.
Hvað ertu búin að gera í sumar? Fara í útilegur, leika við vini mína, fara á fótboltamót og fótboltaæfingar.
Hvað er það besta við Goslok? Litahlaupið með fjölskyldunni minni.
Hvers saknar þú mest við skólann? Allt nema iPad, langar að hafa nóg að gera allan daginn.
Ertu með ráð til fullorðna fólksins? Að fylgja þeirri reglu að segja alltaf já.
Lokaorð? Ég sakna skólans og æfinga sem eru í sumarfríi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst