Í dag átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla, en vegna slæmra skilyrða í Landeyjahöfn var ákveðið að fella 15:45 ferðina niður í dag og því kemst lið Hauka ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð, að því er segir í tilkynningu frá HSÍ.
Þar segir einnig að í vinnureglum mótanefndar sé leitast til að spila leikinn þá næsta lausan dag sem er laugardagur, en ÍBV handbolti hefur ekki tök á því vegna þess að aðalsalur félagsins er í útleigu allan daginn. Því hefur mótanefnd ákveðið að leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla verði klukkan 16:00 sunnudaginn 12. október.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst