Leikfélag Vestmannaeyjar sýnir Spamalot
11. mars, 2024

Sprenghlægilegur verðlaunasöngleikur 

Spamalot er mjög húmorískur verðlaunasöngleikur eftir Eric Idle, einn af meðlimum Monty Python gengisins. Spamalot hlaut meðal annars 14 Tony verðlauna tilnefningar og vann þrjár þeirra árið 2005. Monty Python er félagsskapur nokkurra bestu grínista Bretlands fyrr og síðar og hafa þeir félagar framleitt absúrd aulabrandara í bland við pólitískt, samfélagslegt og trúarlega beitt grín í marga áratugi.  

Spamalot stelur mjög bókstaflega söguþræði einnar fyndnustu myndar þeirra félaga, „Monty Python and the Holy Grail“ og kryddar með stórkostlegri músík og lögum í bland við ýmsa brandara sem sóttir eru í smiðju Python félaga. Þar má meðal annars finna lagið „Always look on the bright side of LIFE“ úr annarri óborganlegri mynd Monty Python, „Life of Brian“.  

Í Spamalot fylgjumst við með sögunni af Artúr konungi og baráttu hans við að fá virðingu og viðurkenningu sem konungur Bretlands. Eftir að Vatnadís birtist honum og færir honum sverðið Excalibur (sem gerir hann að konungi Englands) leggur Artúr í heilaga sendiför til að finna riddara sér við hlið til að verða hluti af hirð hans við Kamelot kastala, riddara hringborðsins. Í leit sinni verða margvíslegar hindranir á vegi hans og riddara hans, svo sem mykjubændur með pólitískar meiningar, ruddalegir frakkar, riddararnir sem segja NÍ og drápsóð kanína. Honum til aðstoðar á ferð hans er hans trausti reiðskjóti Blóri, en hann er ekki hestur heldur maður sem ferðast um með tvær kókoshnetur og lemur þeim saman til að mynda hófatak.  

Söngleikurinn Spamalot er sprenghlægilegur og stútfullur af snilldarmúsík og hefur slegið í gegn um allan heim. 


Stefán Benedikt Vilhelmsson

Stefán Benedikt Vilhelmsson leikstýrir verkinu Spamalot. Stefán er 43 ára og giftur leikkonunni Andreu Ösp Karlsdóttur. Á hann tvö börn með þremur konum, þær Emblu Steinvör 14 ára og Iðunni Eldey 9 ára.

Stefán lék sjálfur í sínu fyrsta leikriti utan skóla þegar hann var 12 ára gamall þegar Leikfélag Fljótsdalshéraðs setti upp Kardemommubæinn. ” Ég fékk að fljúga í blöðrum á sviðinu sem mér þótti ekki lítið gaman.” Hann útskrifaðist með BFA gráðu af leikarabraut Listaháskóla Íslands og frá útskrift hefur hann unnið að mestu með sjálfstæðum leikhópum og þá langmest með leikhópnum Lottu sem er aðal vinna hans enþá. Hann talsetur einnig mikið af teiknimyndum og þáttum hjá bæði Stúdíó Sýrland og Myndform. 
Spamalot er um fimmtánda verkið sem hann leikstýrir og þriðja verkið sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. “Ég er leikstjóri aðallega. En ég hanna svo leikmynd ásamt Valgerði Elínu og geri bara það sem þarf. Ég reyni að vera eitthvað með puttana inni í vinnu í öllum deildum þegar ég leikstýri.”

Hvernig gengur undirbúningur fyrir Spamalot? Hann gengur mjög vel. Ég er að vinna með fullt af æðislegu fólki, duglegu fólki. Til að búa til gott leikhús þarf mikla vinnu og fólk sem er tilbúið að leggja hana á sig. Og Leikfélag Vestmannaeyja er ríkt að eiga nákvæmlega svona fólk. Svo er aðstaðan frábær og hægt að vera með sviðið undir hönnun og smíðar á leikmynd frá fyrsta degi án þess að annað þurfi að nýta sviðið. Þetta gefur mikla möguleika til að vinna skemmtilega og svolítið flókna hluti (sem mér leiðist ekki neitt) og kannski stærri hluti en hægt er að gera allsstaðar.  
Hvernig finnst þér að koma til Vestmannaeyja að leikstýra verki? Það eru forréttindi að fá að vinna hérna með öllu duglega, skemmtilega og hæfileikaríka fólkinu sem Leikfélag Vestmannaeyja á. Hér er frábær aðstaða og magnað að vera í þessu fallega umhverfi. Vestmannaeyjar eiga orðið sinn part af hjarta mínu og það er alltaf gaman að leikstýra hérna. Og áskorun að nýta alla þessa aðstöðu og fólk til hins ýtrasta og gera geggjaða sviðslist!  
Hvernig myndir þú lýsa Spamalot ? Spamalot er sprenghlægilegur verðlaunasöngleikur með dásamlega vitlausum og absúrd bröndurum og skemmtilegri tónlist.  
Eitthvað að lokum? Eins og Blóri okkar segir: Líttu alltaf á lífsins björtustu hlið (always look on the bright side of life). 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst