�??Fjörug, fræðandi og skemmtileg leiksýning sem er sérstaklega ætluð yngstu áhorfendunum og þeim sem eru ungir í anda�??. Svona hljómar yfirskriftin á nýju leikriti sem er í sýningu um þessar mundir í Kópavogi. Tveir af þremur forsprökkum sýningarinnar eru Eyjamennirnir Guðmundur Lúðvík �?orvaldsson og Ástþór Ágústsson en með þeim er Magnús Guðmundsson.
Ástþór Ágústsson útskrifaðist af European Theatre Arts brautinni við Rose Bruford College vorið 2007. Síðan þá hefur hann leikið með ýmsum leikhópum, bæði í London og hér heima, helst ber að nefna Bottlefed, DifferenceEngine, Spindrift Theatre, auk HalfCut, sem Ástþór stofnaði ásamt tveimur öðrum og fékkst við gagnvirkar sýningar af ýmsum stærðargráðum.
Guðmundur Lúðvík �?orvaldsson nam leiklist í Los Angeles í New York Film Academy. Hann hefur leikið i nokkrum áramótaskaupum, í Fangavaktinni og Rétti 2, ásamt þess að leika í nokkrum bíómyndum. Guðmundur hefur auk þess leikstýrt nokkrum sýningum og skrifað fyrir áhugaleikhús. �?á hefur hann séð um unglinganámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs fjórum sinnum. Guðmundur er einn af stofnendum Leikhópsins Lottu og lék með þeim í Dýrunum í Hálsaskógi, Rauðhettu og Hans klaufa.
Á vefsíðu Leikfélags Kópavogs segir eftirfarandi um leikritið Leitin að sumrinu: �??Verkið fjallar hann Jón sem þekkir ekki annað en eilíft sumar. Dag einn fara skrýtnar persónur að ryðjast inn í líf hans, hver á fætur annarri og skipta um árstíðir. Jón er í fyrstu alls ekki sáttur við þessar breytingar, en lærir smám saman að hver árstíð hefur sína kosti og galla. Í sýningunni er lögð áhersla á að börnin taki þátt með skemmtilegum hætti og upplifi þannig leikhúsið á nýjan og áhugaverðan hátt. Tónlist og öll leikhljóð eru einnig leikin og framkvæmd á staðnum, af leikurunum sjálfum og ef þannig vill til með hjálp áhorfenda og verður því heimur sýningarinnar og upplifunin enn raunverulegri og skemmtilegri fyrir vikið.�??
Blaðamaður setti sig í samband við þá Guðmund Lúðvík �?orvaldsson og Ástþór Ágústsson á dögunum og spurði þa m.a. út í sýninguna, framhaldið og stöðu Leikfélags Vestmannaeyja.
Guðmundur:
Hver var kveikjan að leikritinu? �??Fyrsta hugmyndin kemur fyrir kannski þremur árum síðan, líklegast á köldum vetrardegi en ég gerði ekkert við það þá heldur fór það í hugmyndabanka sem að ég reyni leggja inní, til að geta skoðað seinna,�?? sagði Guðmundur.
�??Svo kom það upp í fyrra að vinur minn hann Hörður formaður Leikfélags Kópavogs spyr mig hvort að ég sé ekki til í að gera barnasýningu og setja hana upp í leikhúsinu þeirra. �?g fékk Ástþór með mér og þá fór af stað ferli í að finna út hvað við vildum gera. �?á mundi ég eftir þessari hugmynd minni og dustaði af henni rykið og við skiptum á milli okkur verkum til að skrifa en leikritið fjallar um árstíðarskiptin. Svo seinna fengum við Magnús Guðmundsson leikara í lið með okkur og hann bætti upp það sem að okkur vantaði í að gera þetta að þeirri sýningu sem að þetta er í dag.�??
Hvernig hafa sýningarnar gengið? �??�?egar þetta er skrifað eru tvær sýningar búnar og þær hafa gengið glimrandi vel.�??
Hafið þið fengið góðar viðtökur? �??Já, mjög góðar, og leikritið er að virka í mun breiðari aldurshóp heldur en við þorðum að vona. �?ó að við höfðum skrifað þetta með yngstu börnin í huga.�??
Hvernig er að vera þrír saman í því að semja, leikstýra og leika? Koma aldrei upp árekstrar? �??�?að eru auðvitað ekki allir alltaf sammála en við höfum það fyrir reglu að prófa allar hugmyndir og þá sjáum við oftast strax hvort að eitthvað virkar eða ekki. Erfiðast var það var samt að hafa ekki leikstjóra til að vera með augun í salnum, en við fengum aðstoð frá góðu fólki til að koma á nokkrar æfingar, vera í salnum og gefa okkur leiðbeiningar og það var mikil hjálp í því.�??
Hvernig lítur framhaldið út? Einhver verkefni í deiglunni? �??Við ætlum að sýna áfram Leitina að sumrinu á meðan fólk vill koma og sjá okkur. �?g er núna með leiklistarnámskeið fyrir unglinga í Leikfélagi Kópavogs sem að endar með leiksýningu og svo fer ég á Sólheima eftir áramót og leikstýri þar.�??
Hvernig finnst þér leiklistin/leikhúsið í Vestmannaeyjum hafa þróast undanfarin ár? �??Leikfélagið heima hefur verið að gera góðar og metnaðarfullar sýningar og það hefur skilað sér langt að stækka aðstöðuna og gera upp húsið. Enda held ég að heimamenn séu almennt stoltir af Leikfélagi Vestmannaeyja. �?g vona að bæjaryfirvöld haldi áfram að styrkja áfram leikfélagið svo að bæjarbúar geti notið þess áfram að fara í leikhús.�??
Er það hamlandi fyrir fólk sem vill leggja leiklistina fyrir sig að búa í Vestmannaeyjum? �??�?að getur verið það, en það er ekki ómögulegt. �?að er svo margt sem að spilar inní. �?að skiptir máli að vera með sterkt bakland. �?að koma hærri laun með fleiri áhorfendum, og markaðurinn í Eyjum er ekki mjög stór. �?að skipir miklu máli að vera góður að markaðasetja sig og sníða sér stakk eftir vexti.�??
Hver er draumurinn þinn sem leikari? �??Minn draumur er að leika meira, skrifa meira, og leikstýra meira.�??
Ástþór:
Hver var kveikjan að leikritinu? �??Stjórnarmeðlimur úr Leikfélagi Kópavogs hafði samband við okkur þar sem þá langaði að nýta húsið á daginn. �?eir spurðu hvort við værum ekki til í að setja á svið barnasýningu og við slógum til. Eftir nokkra leit að leikriti ákváðum við að semja það sjálfir,�?? sagði Ástþór.
Hvernig hafa sýningarnar gengið? �??Stórvel, mætingar framar vonum. �?að eru sæti fyrir fimmtíu manns í húsinu, en við höfum verið fá sextíu til sjötíu manns og er verið að bæta við sýningum eins og staðan er núna.�??
Hvernig er að vera þrír saman í því að semja, leikstýra og leika? Koma aldrei upp árekstrar? �??�?að er strembið. �?að kom fljótlega þreyta í okkur þar sem það reyndist erfitt að skipuleggja æfingatíma þar sem við erum allir í vinnu. Síðan er heilmikið sem þarf að huga að á bakvið tjöldin. �?etta náðist allt á endanum og erum fegnir að hafa lagt í þetta.�??
Hvernig lítur framhaldið út? Einhver verkefni í deiglunni? �??�?g hef verið að lesa inn á auglýsingar fyrir nýja Hard Rock staðinn í Reykjavík. �?að er ekkert gulltryggt enn þá en ég verð að öllum líkindum rödd staðarins í framtíðinni. Annað sem er í deiglunni er áhugamanna leikrit í apríl, eftir Ágústu Skúladóttur. �?ar verða með mér tveir aðrir Vestmannaeyinga, þau Sindri Freyr Ragnarsson og Erna Björk Einarsdóttir.�??
Hvernig finnst þér leiklistin/leikhúsið í Vestmannaeyjum hafa þróast undanfarin ár? �??�?að hefur verið mjög gaman að fylgjast með Leikfélaginu, því hefur vaxið fiskur um hrygg. �?g er enginn sérstakur aðdáandi söngleikja en það sem þau hafa verið að gera er flott og ég samgleðst þeim innilega.�??
Er það hamlandi fyrir fólk sem vill leggja leiklistina fyrir sig að búa í Vestmannaeyjum? �??Ekkert sérstakleg, en maður þarf vissulega að vera í Reykjavík ef maður vill læra hana. Á móti er hægt að öðlast mjög góða reynslu á því að vera í leikfélagi á borð við það sem er í Eyjum.�??
Hver er draumurinn þinn sem leikari? �??�?að eru alls konr druamar . �?g væri til í að komast í kvikmyndir ef því er að skipta, einnig að tala inn á teiknimyndir. Maður þarf fyrst að taka nokkur skref áður en það gæti komið til þess. �?að er fjarlægur draumur að lifa á þessu á Íslandi en með einhverri vinnu er þetta alveg mögulegt.
Að lokum vill ég bæta við að við höfðum það bak við eyrað í upphafi að hafa leikmyndina sem meðfærilegasta svo við gætum ferðast með þetta. �?g vona að við getum komið með sýninguna til Vestmannaeyja ef áhugi er fyrir því, en það seinni tíma pæling.�??