Sigurður VE fjölveiðiskip Ísfélagsins þurfti að snúa aftur til hafnar rétt eftir brottför frá Vestmannaeyjum þar sem vart var við leka um borð í skipinu samkvæmt heimildum Eyjafrétta.
Töluverður viðbúnaður var þegar skipið kom rétt í þessu og var meðal annars lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll mætt á staðinn þegar Sigurður kom að bryggju. Ekki hefur náðst í fulltrúa frá Ísfélaginu til að fá staðfest hvað kom uppá.
Uppfært 13:05
“Þeir urðu varir við sjó í dælurými. Þá var ekkert annað að gera en að snúa við og fá dælubúnað úr landi enda erfitt að gera sér grein fyrir umfangi svon strax. Við fyrstu athugun virðist búnaður hafa sloppið við skemmdir og leit stendur yfir af orsökum,” sagði Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir. “Það er frábært að fá svona viðbrögð og aðstoð úr landi og það ber að þakka og undirstrikar mikilvægi þessara viðbraðsaðila fyrir okkur hérna í Vestmannaeyjum.”




Fréttin verður uppfærð




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.