Líf og fjör á Bessastöðum
Halla forseti og Björn, eiginmaður hennar kíktu á mjaldrana í heimsókn sinni til Eyja í vor.

„Nú í morgun gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á minn fund og lagði fram tillögu um þingrof og í kjölfarið almennar kosningar til Alþingis í lok nóvember. Samkvæmt tillögu ráðherra situr ríkisstjórnin fram til kosninga. Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. greinar stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ segir í tilkynningu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands rétt í þessu.

„Ég hef átt samtöl við forsætisráðherra síðustu daga og í gærkvöldi ræddi ég við formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn. Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða einnig við formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni. Ég mun ekki taka spurningar í dag enda hef ég engu við þetta að bæta að sinni. Forseti á fundi með formönnum flokka í dag og tekur á móti þeim á skrifstofu forseta að Staðastað.“

Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10.30, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  kl. 11.15, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kl. 12.30, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kl. 16.45 og Inga Sæland kl. 16.00.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.