Líf og fjör á Bessastöðum
Halla forseti og Björn, eiginmaður hennar kíktu á mjaldrana í heimsókn sinni til Eyja í vor.

„Nú í morgun gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á minn fund og lagði fram tillögu um þingrof og í kjölfarið almennar kosningar til Alþingis í lok nóvember. Samkvæmt tillögu ráðherra situr ríkisstjórnin fram til kosninga. Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. greinar stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ segir í tilkynningu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands rétt í þessu.

„Ég hef átt samtöl við forsætisráðherra síðustu daga og í gærkvöldi ræddi ég við formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn. Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða einnig við formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni. Ég mun ekki taka spurningar í dag enda hef ég engu við þetta að bæta að sinni. Forseti á fundi með formönnum flokka í dag og tekur á móti þeim á skrifstofu forseta að Staðastað.“

Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10.30, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  kl. 11.15, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kl. 12.30, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kl. 16.45 og Inga Sæland kl. 16.00.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.