Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja 
Taflfélag Vestmannaeyja 18.október Lagf
Skákennsla í í framhaldsflokki í húsnæði Taflfélagsins að Heiðarvegi. Ljósmynd/aðsend

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð.

Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar sem kennt er í tveimur hópum. Annars vegar er byrjendahópur fyrir þau sem eru að læra grunnatriðin í skák og hins vegar framhaldshópur fyrir þau sem eru komin lengra og vilja dýpka leikskilning sinn. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og skapað góða stemningu í kennslunni.

Einnig sinnir Taflfélagið skákkennslu í Hamarsskóla, þar sem kennslan er hluti af svokölluðum ástríðutímum. Þar velja nemendur viðfangsefni út frá eigin áhugasviði og hefur mæting verið mjög góð. Skákkennslan í Hamarsskóla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum, eina klukkustund í senn.

Skákkennsluna hjá Taflfélagi Vestmannaeyja annast Auðunn Haraldsson, og félagið hlakkar til áframhaldandi skákstarfs í vetur. Í tilkynningu frá félaginu er jafnframt hvatt til þess að sem flestir áhugasamir krakkar taki þátt í starfinu.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.