Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð.
Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar sem kennt er í tveimur hópum. Annars vegar er byrjendahópur fyrir þau sem eru að læra grunnatriðin í skák og hins vegar framhaldshópur fyrir þau sem eru komin lengra og vilja dýpka leikskilning sinn. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel og skapað góða stemningu í kennslunni.
Einnig sinnir Taflfélagið skákkennslu í Hamarsskóla, þar sem kennslan er hluti af svokölluðum ástríðutímum. Þar velja nemendur viðfangsefni út frá eigin áhugasviði og hefur mæting verið mjög góð. Skákkennslan í Hamarsskóla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum, eina klukkustund í senn.
Skákkennsluna hjá Taflfélagi Vestmannaeyja annast Auðunn Haraldsson, og félagið hlakkar til áframhaldandi skákstarfs í vetur. Í tilkynningu frá félaginu er jafnframt hvatt til þess að sem flestir áhugasamir krakkar taki þátt í starfinu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.