Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum.
Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru eftirsóttar af peyjunum í nágrenninu og Gaui bróðir Ragga var kominn með orðaforða sem enginn annar hafði tamið sér í miðbænum. Leikfélagar hans voru Óli Sigurvins á Hjalteyri, bræðurnir Guðmar og Sigurður Stefánssynir í Akurey, Jón í Langholti og fleiri. Þeir léku sér með gjarðir af hjólum og þar var hlaupið eftir rúllandi gjörðum um allan bæ og inn í Spröngu og þar sást á eftir Ragga upp á Há og Eggjar.
Raggi á Látrum var eftirsóttur læknir sem lærði lögfræði til að geta tekist á við verkefnin sem honum voru falin. Raggi á Látrum hefur alltaf treyst þeim vað sem hann hefur sjálfur hnýtt og varðaði lífsbrautina með þekkingu og lífsbjargandi aðgerðum fyrir marga.
Raggi á Látrum deilir hér broti af sögu sinni með lesendum Eyjafrétta í blaði dagsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér. Viltu gerast áskrifandi – smelltu þá hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst