Líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt. Maður sló til annars manns á veitingahúsi um þrjú leytið í nótt og hlaut sá er ráðist var á áverka á andliti. Ekki er víst hvort maðurinn hafi hlotið skaða á auga við árásina en læknir mun meta ástand hans með morgninum. Árásarmaðurinn gistir fangageymslu lögreglunnar.