Líklegt að dýpkun taki nokkra daga
21. febrúar, 2025
lan_alfsn
Álfsnesið fyrir utan Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á fundi bæjarstjórnar um miðja viku fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna í Landeyjahöfn og samkvæmt Vegagerðinni fór dýpið úr -6 í -3 metra á tveimur dögum í síðustu viku, þann 12. og 13. febrúar.

„Leiðindaspá er framundan og almennilegur dýpkunargluggi ekki fyrirsjáanlegur næstu vikuna. Álfsnesið verður þó til taks til að dýpka ef einhverjar breytingar verða. Fram kemur hjá Vegagerðinni að erfitt sé að spá fyrir um hversu mikið þurfi að dýpka. Það mun koma betur í ljós þegar ölduna lægir og hægt er að meta aðstæður. Líklegt er að dýpkun, til að halda fullri áætlun Herjólfs, taki nokkra daga.” segir í fundargerðinni.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst