Á fundi bæjarstjórnar um miðja viku fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna í Landeyjahöfn og samkvæmt Vegagerðinni fór dýpið úr -6 í -3 metra á tveimur dögum í síðustu viku, þann 12. og 13. febrúar.
„Leiðindaspá er framundan og almennilegur dýpkunargluggi ekki fyrirsjáanlegur næstu vikuna. Álfsnesið verður þó til taks til að dýpka ef einhverjar breytingar verða. Fram kemur hjá Vegagerðinni að erfitt sé að spá fyrir um hversu mikið þurfi að dýpka. Það mun koma betur í ljós þegar ölduna lægir og hægt er að meta aðstæður. Líklegt er að dýpkun, til að halda fullri áætlun Herjólfs, taki nokkra daga.” segir í fundargerðinni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.