Lista- og menningarfélagið í Hvíta húsið
2. október, 2019

Eins og Eyjafréttir greindu frá Bæjarráð samþykkti þann 2. apríl sl., beiðni Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja um að fá til leigu húsnæði bæjarins að Strandgötu 30 (2. hæð í Miðstöðinni) undir vinnustofur félagsmanna. Hafin var vinna við að koma húsnæðinu í þokkalegt stand fyrir reksturinn, en fljótlega kom í ljós að húsnæðið hentaði ekki starfseminni sem varð til þess að félagið fór að kanna aðstæður annars staðar og sendi svo bænum beiðni um að hætta við frekari undirbúning að leigu í húsnæðinu. Þess í stað hefur félagið óskað eftir aðstöðu á Strandvegi 50 (Hvíta húsinu). Húsnæðið er í sameiginlegri eigu Visku og Vestmannaeyjabæjar. Stjórn Visku hefur samþykkt, fyrir sína hönd, að leigja félaginu aðstöðu í hluta hússins.

„Lagt er til að bæjarráð samþykki ósk Lista- og menningarfélagsins um að hætta frekari undirbúningi að leigu á 2. hæðinni að Strandgötu 30 og samþykki þess í stað að leigja félaginu aðstöðu á efri hæðum Hvíta hússins að Strandvegi 50, í samræmi við ákvörðun Visku, meðeiganda hússins og drög að leigusamningi,“ segir niðurstöðu fundagerðarinnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.